141. löggjafarþing — 99. fundur,  12. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[16:10]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem hv. þingmaður sagði í lokin svoleiðis að ekki er ástæða til að rökræða það frekar í þessu andsvari. Hins vegar vil ég bæta aðeins við umræðuna um það sögulega og hlutverk Ríkisútvarpsins þegar kemur að því að varðveita söguna. Vissulega kann að vera eitthvað til í því hjá hv. þingmanni að þær vangaveltur mínar séu að einhverju leyti til komnar af því að ég hafi verið að hugsa til baka í dag.

Hv. þingmaður nefndi árið 1980. Það er rétt sem hv. þingmaður segir að ekki er langt síðan það ár var, tíminn er ótrúlega fljótur að líða og það hefur ótrúlega mikið breyst á þeim tíma. Ef einhver tæki viðtal við mig og vildi skrá upplifun mína af því ári gæti ég til dæmis sagt frá því að veður var allt öðruvísi í Breiðholtinu 1980 en það er núna. Maður upplifði í rauninni annars konar vetur á því tímabili en maður gerir nú.

Ég gæti líka talað um drullupollana. Á þeim tíma, (Forseti hringir.) í kringum 1980, minnist ég þess að alltaf voru drullupollar úti um allt. (Forseti hringir.) Virðulegur forseti. Ég næ ekkert að fara yfir sögulega upprifjun í svona stuttu andsvari.