141. löggjafarþing — 99. fundur,  12. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[18:09]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst biðjast afsökunar á að hafa slett enskri tungu áðan. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Eins og ég sagði áðan í spurningu minni er verið að bregðast við athugasemdum sem komið hafa fram m.a. frá ÖSE.

Töluvert hefur verið rætt um hlutverk Ríkisútvarpsins er var að gæta jafnræðis og sinna öllum landsmönnum eftir bestu getu og eins vel og mögulegt er. Nú hefur verið bent á að það frumvarp sem hér er lagt fram muni hafa útgjaldaauka fyrir ríkissjóðs upp á rúmar 600 millj. kr. Þá hljótum við að velta því fyrir okkur hvernig og þá hvort um beina aukningu sé að ræða til Ríkisútvarpsins til að framleiða meira efni o.s.frv., hvort það sé þá ekki mikilvægt að við komum þeim skilaboðum á framfæri að Ríkisútvarpið sinni nú landsbyggðinni jafn vel og betur en nokkru sinni.