141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[13:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í frumvarpinu er talað um markaða tekjustofna. Ég tel að samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar, sem við öll viljum halda — þar stendur, með leyfi forseta: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.“ Sem sagt, að markaðir tekjustofnar eða tekjur annars staðar frá, það hefur ekkert gildi, það þarf að standa í fjárlögum eða fjáraukalögum og það eru lög sem Alþingi setur á hverju ári. Markaðir tekjustofnar standast því ekki stjórnarskrá.

Svo vil ég gera athugasemdir við aukin útgjöld upp á 610 milljónir. Það er nóg til af verkefnum í þjóðfélaginu til að beina þeim útgjöldum til og ég minni þá á spítala og fleira. Ég er auk þess á móti því að einn aðili reki fjölmiðil, sérstaklega ef hann er ríkið sem bæði breytir reglum á Alþingi og sér um fjárveitingar til stofnunarinnar. Ég stórefa að hún geti verið eins hlutlaus og hún væri ella. Ég hef lagt til og stend við það að Ríkisútvarpið verði selt, helst til starfsmannanna. Ég segi nei við frumvarpinu.