141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[13:42]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er mér ánægja, hafandi verið starfsmaður Ríkisútvarpsins um árabil, að þingið skuli nú afgreiða frumvarp til laga um þjóðarfjölmiðilinn, þennan fjölmiðil sem hefur svo mikilvægu lýðræðislegu hlutverki að gegna og einnig menningarlegu hlutverki en ekki síður hlutverki í þágu almannavarna. Því að Ríkisútvarpið er öryggislína almennings þegar vá er fyrir dyrum eins og þegar náttúruhamfarir ganga yfir sem við þekkjum. Í 83 ár hefur Ríkisútvarpið verið hluti af lífi okkar landsmanna, það hefur svæft okkur á kvöldin og vakið okkur á morgnana, það hefur verið mótandi fyrir lýðræðisþróun, málvitund og varðveislu íslenskrar tungu og þar með gæði opinberrar umræðu.

Það er mikilvægt að um slíka stofnun gildi skýr lagarammi um sjálfstæði hennar og samfélagslega stöðu. Því fagna ég mjög þessu frumvarpi.