141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[13:44]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ásbirni Óttarssyni, en ég vil líka taka undir þau orð sem hv. þm. Birgitta Jónsdóttir lét falla varðandi áhyggjur af því að þessi löggjöf verði nokkuð hratt úrelt. Ég held að tæknibreytingar séu svo örar að hið víðfeðma hlutverk sem skilgreint er í þessu lagafrumvarpi geri það að verkum að við munum ekki innan svo langs tíma þurfa að standa hér aftur og ræða hlutverk Ríkisútvarpsins, hvernig við viljum ramma það inn.

Ég tel að í frumvarpinu sé hlutverk þess of vítt skilgreint og að það hafi verið tækifæri núna til að skilgreina það aðeins nákvæmar og byggja þannig betur undir þessa mikilvægu stofnun og tryggja að hún geti þá sinnt því hlutverki sem henni er ætlað af Alþingi Íslendinga. Ég mun því sitja hjá í þessu (Forseti hringir.) máli.