141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[13:45]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er í anda þeirrar tillögu sem nefnd Finns Becks hefur borið fram nýlega. Í þeirri nefnd voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka og þau komust að því að fara ætti þá leið sem hér er lögð til. Hér er lagt til að allir flokkar fái ákveðinn tíma til úthlutunar hjá RÚV gjaldfrjálst til að kynna framboð sín. Þetta er gert víða um heim og þessi leið er farin til að tryggja sérstaklega hinum minni framboðum aðkomu að RÚV, framboðum sem hafa úr litlum peningum að spila, hafa lítið fjármagn og geta þess vegna ekki kynnt sig eins og aðrir og stærri flokkar.

Þetta er líka til þess gert að framboð sem hafa eitt eða fá mál á sinni stefnuskrá komi þeim frekar að en með því fyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir. (Forseti hringir.) Ég styð því þessa tillögu.