141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

sveitarstjórnarlög.

449. mál
[13:59]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það frumvarp sem við greiðum nú atkvæði um er bráðabirgðaákvæði við sveitarstjórnarlög. Hér er um að ræða heimild til sveitarfélaga til þess að hafa rafræna íbúakosningu og heimild til innanríkisráðherra til að heimila þeim það. Hér er um mjög gott mál að ræða og góð samstaða um það í nefnd. Það verður mjög gaman að sjá í framtíðinni hversu mörg sveitarfélög munu nýta sér þetta því að þarna er sannarlega framfaraspor á ferð.