141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[11:12]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Á sama tíma og okkur berast fréttir af gríðarlegum náttúruspjöllum í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar erum við svo heppin á Alþingi Íslendinga að við höfum fyrir framan okkur nýtt frumvarp til heildarlaga um náttúruvernd þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að varúðarreglan sé í lög leidd á Íslandi og það er mikill vilji til þess hér í þinginu og úti í samfélaginu að ljúka þessu máli á þessu þingi. Í 2. umr. er hægt að tala óendanlega. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn óskað eftir því að fá að tala tvöfalt óendanlega í þessu máli og við vitum hvað það þýðir. Það á að drepa málið í málæði. Ég fer fram á það, frú forseti, að það verði tryggt að fundarhöld hér á Alþingi haldi áfram eftir páska svo að við getum lokið þessu máli.