141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[12:11]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér liggur eiginlega við að segja: Nei, ég get ekki gefið yfirlit um það í stuttu máli.

Það er alveg rétt að það er nokkur kostnaður af frumvarpinu. Kannski má samt segja að það sé erfitt að meta mjög stóran hluta af honum. Beini kostnaðurinn snýr til að mynda að gerð kortagrunnsins sem verður á vegum Landmælinga. Þar er stór kostnaðarþáttur, við fellum út náttúruverndarumdæmin sem hefðu vafalítið valdið einhverjum kostnaði og reynum þannig að draga úr kostnaði eins og hægt er. Í rauninni er ekki fyrir fram hægt að nefna einhverja tiltekna tölu og ég leyfi mér að segja að sú ágiskun sem kemur fram í umsögn fjárlagaskrifstofu sé fyrst og fremst það, þ.e. ágiskun. Ég bendi hins vegar á að (Forseti hringir.) þarna er ekki um háa heildarupphæð að ræða, um 100 milljónir, og stór hluti hennar snýr að náttúruverndarumdæmunum sem við tökum út úr frumvarpinu.