141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[12:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Fyrst varðandi þær athugasemdir sem koma, ekki bara frá Landssambandi veiðifélaga heldur frá fleiri aðilum, þ.e. menn hafa kvartað yfir því að ekki hafi verið haft nægilega mikið samráð. Ég er ekki sammála því í grundvallaratriðum. Mönnum gafst yfir langan tíma tækifæri til að koma með athugasemdir og leggja þær fram, þetta ferli hefur staðið síðan 2009, og ég tel það ágætistækifæri til samráðs. Hins vegar má deila um hvort það eigi alltaf beinlínis að fara eftir slíkum athugasemdum en það hefur þingnefndin gert og haft við vinnslu frumvarpsins töluvert mikil samskipti við til að mynda Samband íslenskra sveitarfélaga. Margar þeirra breytinga, a.m.k. þó nokkrar sem koma inn í lagafrumvarpið núna, eru byggðar á athugasemdum þess. (Forseti hringir.) Hið sama á við um sumar af þeim athugasemdum sem komu frá Landssambandi veiðifélaga og veiðiréttarhöfum.