141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[11:29]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enginn þeirra sem talar fyrir almennri skuldaleiðréttingu heldur því fram að ekki þurfi sértæk úrræði, heldur er þetta spurning um að hafa mun færri sértæk skuldaúrræði vegna þess að reynsla og rannsóknir sýna að sértæk skuldaúrræði ná ekki heldur til allra þeirra sem er verið að reyna að ná til. Gott dæmi um það er 110%-leiðin. Hún nær ekki til þeirra sem eru með lánsveð. Auk þess er ljóst að frumvarpið er ákveðin uppgjöf gagnvart lífeyrissjóðunum sem hafa tapað svo miklu í hruninu að þeir eru ekki tilbúnir að gefa eftir eða fara í þessa 110% leiðréttingu. Algerlega óviðunandi er orðið að hafa hér lífeyrissjóðskerfi sem getur ekki tryggt lífeyri vegna tapaðra fjárfestinga og að vera stöðugt að koma með einhverja plástra á kerfið án þess að fyrir liggi tillögur um raunhæfar breytingar á því.