141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[11:40]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég hjó eftir því að hún lýsti því yfir að kominn væri tími til að gera breytingar á Íbúðalánasjóði. Ég er svolítið hissa á því vegna þess að fyrir ári síðan áttu sér stað langar umræður um hlutverk Íbúðalánasjóðs. Þar héldum við sjálfstæðismenn fram þeim rökum að nauðsynlegt væri að gera viðamiklar breytingar á rekstri sjóðsins vegna þess að það stefndi í óefni og staðan væri mjög slæm.

Þá komu fulltrúar Framsóknarflokksins og lýstu sig mjög ósammála okkur sjálfstæðismönnum um það og héldu um það langar ræður. Hvað vill Framsóknarflokkurinn gera varðandi Íbúðalánasjóð? Hvað hefur breyst frá því síðasta vor?