141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[12:12]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og mig minnir var slagorð síðasta landsfundar sjálfstæðismanna Í þágu heimilanna og við höfum síðan heyrt það klingja í auglýsingum frá þeim. Hversu ánægðir voru flokksmenn sem mættu á landsfundinn með þann stuðning og þær tillögur sem þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lagt til varðandi skuldamálin? Mér sýndist nefnilega þegar ég kíkti öðru hverju á beina útsendingu frá landsfundi sjálfstæðismanna að menn væru ekkert sérstaklega sáttir og því uppleggi sem forustan fór með var eiginlega bara fleygt út. Menn vildu fara leið framsóknarmanna, tóku undir tillögu framsóknarmanna.

Það er kannski nokk sama hvort við köllum það að setjast niður við sama borð eða skipa samráðshóp eða nefnd, aðalatriðið er að gera hlutina, að standa við kosningaloforð sín. Það er það sem við framsóknarmenn gerum.