141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

veiting ríkisborgararéttar.

621. mál
[14:37]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Björgvin G. Sigurðsson) (Sf):

Frú forseti. Að venju höfum við afgreitt tillögur um undanþágur er varða veitingu ríkisborgararéttar í fullkominni samstöðu í nefndinni, þvert á flokka. Við erum sammála og vorum búin að afgreiða út úr nefndinni listann sem við leggjum til að fái ríkisborgararétt og undanþágu. Að vel athuguðu máli tókum við eitt mál til endurskoðunar því ný umsókn barst og nýjar upplýsingar þar sem ástæðan fyrir höfnun í fyrra var frá. Okkur þótti rétt að bæta viðkomandi einstaklingi á listann um frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar og því kemur á eftir 8. tölulið 1. gr. nýr töluliður, svohljóðandi:

„Mary Luz Suarez Ortiz, f. 1970 í Kólumbíu.“

Hún bætist á listann og vona ég að þetta gangi hratt og vel fyrir sig eins og venjan er með þessi viðkvæmu og persónulegu mál. Óska ég viðkomandi til hamingju og þakka nefndinni fyrir afskaplega góð störf sem áður í þessum málum.