141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

sala á landi Reykjavíkurflugvallar.

[10:23]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Af orðum hæstv. innanríkisráðherra má ráða að hann telji að hæstv. fjármálaráðherra og formaður borgarráðs Reykjavíkur hafi með einhverjum hætti farið fram úr sjálfum sér eða fram úr eðlilegum verkferlum og atburðarás við undirritun þessa samnings. Þeir hafa að minnsta kosti farið töluvert fram úr því sem undirbúið hafði verið af hálfu innanríkisráðuneytisins. Ég velti fyrir mér: Liggur fyrir af hálfu innanríkisráðuneytisins einhver frekari stefnumörkun varðandi flugvöllinn, flugvallarsvæðið, framkvæmdir þar? Hafa einhverjar nýjar ákvarðanir verið teknar? Er þetta skref í áttina að því að leggja flugvöllinn af eða er þetta, eins og ég sagði hér áðan, fyrst og fremst viljayfirlýsing (Forseti hringir.) tiltekinna stjórnmálamanna sem hefur ekki meira gildi en það?