141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir því að orðið „augljóslega“ falli út, en í greininni segir svo, með leyfi frú forseta:

„Óheimilt er að veita lántaka lán ef mat á lánshæfi eða greiðslumat leiðir í ljós að hann hafi augljóslega ekki fjárhagslega burði til þess að standa í skilum með lánið.“

Ef „augljóslega“ er tekið burt er þetta orðið miklu loðnara og víðara hugtak og erfitt að taka á því. Ég tel mjög mikilvægt að orðið „augljóslega“ standi þarna inni þannig að það liggi alveg fyrir að maðurinn geti ekki staðið við að greiða af láninu. Þess vegna er ég á móti þessari breytingartillögu.