141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:28]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Hvað varðar liði a og b á þessu skjali byggjast þeir á því að að sjálfsögðu þarf sá sem tekur lán að vera fær um að greiða lánið þannig að (Gripið fram í.) þessar tillögur varða lánshæfis- og greiðslumatið. Því miður verð ég að segja að hv. þm. Pétur Blöndal virðist hafa misskilið málið, það er einmitt verið að þrengja þannig að það sé alveg skýrt að lántaki verður að hafa uppfyllt lánshæfis- og greiðslumat til þess að geta hlotið lán.

Til þess að auðvelda virðulegum forseta vinnuna og hraða atkvæðagreiðslu er með b-liðinn einmitt lagt til að ekki verði lengur hægt að koma með lánsveð, heldur þarf sá sem tekur lánið að geta borgað það aftur.