141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:34]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er komið til móts við breytingartillögu sem ég kallaði aftur við 2. umr. Þessi breyting er ástæðan fyrir því að ég lagði tillögu mína ekki fram aftur þannig að ég fagna því að hér með eigi að tryggja betur að fólk geri sér grein fyrir áhrifum á greiðslubyrði og höfuðstól lána, bæði varðandi breytilega vexti og breytingar á vísitölu og verðbólgu.