141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það var mikið rætt um þetta hámark, hvort það ætti að vera 50%, 60% eða 70%, sem sagt mjög stór vikmörk. Svo eru menn að hengja í þetta breytilega vexti hjá Seðlabankanum, stýrivexti Seðlabankans, sem í dag eru miklu lægri og skipta í rauninni engu máli í þessu sambandi. Ég tel að til einföldunar eigi menn að hafa bara eina tölu, t.d. 50% eins og gert er ráð fyrir í þessari breytingartillögu eða 60%. Talan skiptir ekki öllu máli, fyrir mestu er að hafa þetta einfalt, frú forseti, það er búið að flækja þjóðfélagið nógu mikið í tíð þessarar hæstv. ríkisstjórnar. Nú væri nær að reyna að hafa pínulítinn einfaldleika og hafa eina tölu til að miða við. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)