141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:42]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér kemur þá ákvæði sem tryggir að þeir sem höfða mál vegna lögmætis verðtryggingar í lánssamningi þeirra í milli geta óskað eftir flýtimeðferð. Þetta er bráðabirgðaákvæði og fellur úr gildi 1. september 2013. Með samþykkt þessa bráðabirgðaákvæðis er Alþingi að senda mjög skýr skilaboð um að við viljum fljótt fá efnislega niðurstöðu um þann ágreining sem er uppi um lögmæti verðtryggingar í lánssamningum.