141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

um fundarstjórn.

[11:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Það færi betur á að taka hina nýju stjórnarskrá á dagskrá en að ræða um málið eins og það er lagt fram hér nr. 3 og 4, stjórnarskipunarlög, tímabundið ákvæði um breytingu á stjórnarskrá. Það færi betur á því að við tækjum stjórnarskrána á dagskrá, tækjum okkur hreinlega það vald að ákveða að funda næstu tíu daga og þá gætu þingmenn skipulagt sig og undirbúið ræður sínar um nýja stjórnarskrá. Ég óska eftir því að þetta mál verði tekið af dagskrá og að haldinn verði þingflokksformannafundur þar sem ákveðið verður að breyta dagskránni á þann hátt að við ræðum nýja stjórnarskrá.