141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

um fundarstjórn.

[12:12]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

(BirgJ: Af hverju var stjórnarskráin ekki sett á dagskrá?)

Frú forseti. Já, af hverju var stjórnarskráin sem slík ekki sett á dagskrá? Hvers konar skrípaleikur er þetta sem við erum að upplifa hér, og það í tengslum við stjórnarskrána sjálfa? Mér segir svo hugur að ætlun ríkisstjórnarflokkanna sem eru núna með tvo viðbótarþingmenn frá Bjartri framtíð sem styðja þessa (Gripið fram í.) leið sé sú að setja þetta fram til málamynda þannig að menn geti sagt: Já, við ræddum aðeins auðlindaákvæðið. Já, við ræddum aðeins breytingarákvæðið.

Síðan er stóra málinu ýtt til hliðar. Vitið til, mér finnst líklegt að ríkisstjórnarflokkarnir séu að setja upp einhvern farsa, einhvern sýndarleik varðandi stjórnarskrána. Mér finnst það miður, sérstaklega þegar við erum að ræða það grundvallarplagg sem íslenska lýðveldið byggir meðal annars tilvist sína á.

Ríkisstjórnarflokkarnir eru að haka í að þeir hafi sagt: (Forseti hringir.) Já, við ræddum auðlindaákvæðið, en umræðan var ekki mjög djúp. Já, við ræddum (Forseti hringir.) breytingarákvæðið. Sú umræða risti heldur ekki djúpt.

Síðan var þessu öllu ýtt út af borðinu. (Gripið fram í.)