141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

mál á dagskrá.

[13:36]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég verð að gera athugasemd við þá fundarstjórn sem hér er viðhöfð. Hér var gert fundarhlé kl. 12.21. Þá hafði staðið umræða um fundarstjórn forseta. Það hafði ekki verið kynnt nýtt dagskrármál, fundinum er síðan haldið áfram og þeir hv. þingmenn sem töluðu undir þeim lið, um fundarstjórn forseta, og hafa þegar talað tvisvar á þeim sama fundi í sömu lotu um fundarstjórn geta ekki fengið orðið aftur um fundarstjórn forseta. Það væri nýtt í þingsköpum og ég geri athugasemd við þessa fundarstjórn.