141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

dagskrá fundarins.

[13:48]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Vegna ummæla hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur vil ég upplýsa að ég hef skoðað sérstaklega það mál sem hún gerði að umtalsefni að því er varðar þá breytingartillögu sem hún gat um og er komin hér fram. Ég hef á henni skoðun. Hana ætla ég að reifa og viðra í umræðum um dagskrármálið ef við komumst í efnislega umræðu um það mál og ætla ekki að ræða það undir þessum dagskrárlið, fundarstjórn forseta, hvorki í þessari lotu né öðrum lotum.