141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[14:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Magnús Orri Schram) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að gera aðra tilraun til að skýra sjónarmið mitt. Ég tel skynsamlegra að opna á breytingar á stjórnarskrá án þess að það þurfi að rjúfa þing og þá skiptir engu hvort það er vinstri stjórn, miðjustjórn eða hægri stjórn í landinu. (Gripið fram í.) Það skiptir engu máli, virðulegi forseti. Ég held bara að það sé erfiðara að breyta stjórnarskrá með þeim hætti og ég held að við ættum líka að bera virðingu fyrir því ferli sem hefur verið unnið að undanfarin fjögur ár þar sem við erum með heildarendurskoðun stjórnarskrár undir. Við eigum að leyfa þjóðinni að taka sjálfstæða ákvörðun um þær breytingar og það gerum við með því að efna til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við látum ekki þjóðina taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga í gegnum það atkvæði sem þjóðin greiðir tilteknum flokki eða stjórnmálaafli. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það er óbein afstaða til stjórnarskrár en ekki bein afstaða til stjórnarskrár eins og hér er lagt til að opnist möguleiki fyrir, þ.e. að þjóðin geti tekið sjálfstæða afstöðu til heildarendurskoðunar á stjórnarskrá.