141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[17:20]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Alþingi er stjórnarskrárgjafinn, það er alveg rétt. Þess vegna erum við hér að ræða þetta mál í þessum sal. (Gripið fram í: Ekki …) Ég tel að þetta verkefni sé Alþingi ofvaxið, það ráði ekki við það. Þess vegna fannst mér það mjög góð hugmynd að kalla saman stjórnlagaþing. Það var eitt af kosningaloforðum mínum fyrir kosningarnar 2009 að kalla saman það sem kallað var í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar stjórnlagaþing fólksins sem átti að leggja fram tillögur til Alþingis. Það hefur í megindráttum gengið eftir. Nú vil ég að Alþingi standi við stóru orðin og klári málið.