141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[20:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin en ég er ekki sannfærður. Ég hélt að Samfylkingin væri einn flokkur og þar væri einn þingflokksformaður og einn formaður flokksins og að þeir töluðu saman endrum og eins. Þegar þingflokksformaðurinn hyggst flytja breytingartillögu við tillögu formannsins, af hverju var formaðurinn ekki með á þeirri breytingartillögu? Af hverju flutti hann tillöguna ekki sjálfur ef hann taldi aðstæður hafa breyst og ástæða væri til að ræða meira um breytinguna, hægja enn frekar á ferlinu sem er í gangi? Ég tel það mikla afturför, það þyngir málið og gerir erfiðara að ná samstöðu um einhver lok á þinginu.

Varðandi þjóð og ríki er alveg sama hvernig menn skýra það því að það eru ráðherrar sem fara með framkvæmdarvaldið, það er meiri hlutinn (Forseti hringir.) sem fer með löggjafarvaldið og samanlagt er það ríkið.