141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[20:20]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður spyr hvort menn í Samfylkingunni tali ekki saman. Það gerum við svo sannarlega. Tillagan er flutt í fullu samráði og með samþykki formanns Samfylkingarinnar og í eðlilegri samfellu við það samtal sem hefur átt sér stað á milli formanna flokkanna og sem hefur átt sér stað hér undanfarna daga um hverju væri hægt að ná í gegn, hvar umræðan væri þroskuð og þróuð og þá er auðlindaákvæðið ávallt nefnt. Um það er algjör samstaða í Samfylkingunni og þótt þingflokksformenn séu á þessari tillögu er það bara niðurstaða en ekki barningur hvað það varðar.

Þjóðareignarrétturinn er samkvæmt skilgreiningunni í þeirri breytingartillögu sem við erum að ræða jafnsettur einkaeignarrétti. Það er þannig og ef eitthvað er í ríkiseign er munur þar á. (Forseti hringir.) Þetta er ný skilgreining sem skiptir mjög miklu máli þegar við erum að tala um auðlindir í þjóðareign.