141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[20:25]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er nefnilega ekki viss um að það leysi þau vandamál eða þann ágreining sem hefur verið uppi varðandi mögulegan eignarrétt vegna þess að margir hverjir, eða sumir hverjir, telja að í gegnum tíðina hafi skapast eignarréttur á ákveðnum auðlindum eða slíkt. Ég fæ ekki séð að tillagan taki neitt á því. Það er hins vegar mjög mikilvægt að taka á því og komið hafa fram tillögur sem var ætlað að gera það.

Mig langar að spyrja hv. þingmann enn og aftur hvort tillagan sem er lögð fram hér sé meira í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu frá 20. október. Mig langar líka að velta því upp og spyrja aftur hvaða auðlindir í náttúru Íslands eru háðar einkaeignarrrétti að mati þingmannsins. Í tillögunni er talað um að auðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti (Forseti hringir.) séu sameiginleg og ævarandi eign.