141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

almenn hegningarlög.

478. mál
[10:41]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við göngum nú til atkvæða um mál sem er upphaflega unnið að frumkvæði allrar allsherjar- og menntamálanefndar þar sem við settum inn í nefndarálit á síðasta ári að sérstaklega þyrfti að vinna á og breyta ákvæðum er snerta kynferðisbrot gagnvart börnum innan eigin fjölskyldu. Þetta er dæmi um skemmtilegt samspil og samvinnu framkvæmdarvalds og löggjafarvalds og ég tel mikilvægt að draga fram að bæði innanríkisráðuneytið og öll hv. allsherjar- og menntamálanefnd hefur unnið afar vel í þessu máli. Það er mikil samstaða og við ætlum að reyna að halda þeirri samstöðu áfram með því að koma frá okkur áliti svonefndrar undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar sem hægt er þá að vinna enn betur í þessu máli.

Ég þakka bæði innanríkisráðuneytinu og nefndinni fyrir mjög gott samstarf í þessu mikilvæga máli.