141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013--2016.

582. mál
[10:57]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa þróunarsamvinnuáætlun og geri það með þeim fyrirvara sem kom fram í breytingartillögu við breytingartillögu meiri hlutans er snýr að fjárhagslegri getu ríkissjóðs til að standa undir þeim áætlunum sem þar eru birtar. Þess vegna var lagt til að miðað yrði við viðmiðunarárið 2011, til þess að það væru auknar líkur á því að ríkissjóður gæti staðið undir þeim útgjöldum sem ætluð eru í þessari áætlun.