141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[11:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Þessar atkvæðagreiðslur komu heldur skyndilega yfir okkur þingheim þannig að það hefur verið erfitt að setja sig nákvæmlega inn í um hvað við erum að greiða atkvæði. Ég hef þann fyrirvara að ég hef ekki getað kynnt mér nákvæmlega um hvað ég er að greiða atkvæði í þessu tiltekna frumvarpi. Ég veit hreinlega ekki hvað ég er að greiða atkvæði um og mér finnst það mjög óþægilegt þannig að ég hygg að ég sitji hjá það sem eftir er af þessari atkvæðagreiðslu þó að ég sé hlynnt lögunum.