141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[16:30]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurning mín snerist um eitt ákveðið fordæmi. Við í stjórnarandstöðunni börðumst eins og ljón fyrir því að ríkisstjórnin kæmist ekki í gegnum þingið með Icesave-samningana. Í seinna skiptið voru stuðningsmenn þess sem börðust fyrir því að það yrði ekki raunverulega þingmenn Framsóknarflokksins. Það fór þó svo fyrir rest að það var látið eftir ríkisstjórninni að fara með málið í atkvæðagreiðslu því við höfðum alltaf einn neyðarhemil í Icesave-málinu sem var synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Neyðarhemill stjórnarandstöðunnar í stjórnarskrármálinu núna eru þingkosningarnar og sú atkvæðagreiðsla sem verður að fara fram um stjórnarskipunarlögin á nýju þingi. Er komið að því að við látum þetta mál fara í atkvæðagreiðslu í þinginu og að neyðarhemillinn (Forseti hringir.) verði virkjaður þegar nýtt þing kemur saman? Ég ítreka spurninguna.