141. löggjafarþing — 109. fundur,  22. mars 2013.

umræða um dagskrármál og störf þingsins.

[11:14]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill biðja þingmenn um að kynna sér þær reglur sem gilda um störf þingsins. Þingmönnum er heimilt að beina orðum sínum til annarra þingmanna og geta þess þá í leiðinni. (Gripið fram í.) Þegar þeir biðja um orðið tekur forseti undir það, vissulega, að þeir ræði um málefni þess þingmanns sem þeir beina orði sínu að en ræði ekki um aðra þingmenn sem ekki hafa tök á að svara fyrir sig.