141. löggjafarþing — 109. fundur,  22. mars 2013.

umræða um dagskrármál og störf þingsins.

[11:22]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er auðvitað svolítið sérkennilegt að Íslandsmeistarar í málþófi og uppgötvunarmenn sýndarandsvarsins skuli gera athugasemd við að aðrir fari eftir þingsköpum. Ég kom aðallega hingað upp til að hrósa forseta fyrir fundarstjórn sína og niðurröðun á dagskrá. Það mikilvægasta á dagskránni, ég tek undir það með hv. þm. Skúla Helgasyni, er liður nr. 2, þ.e. stjórnarskráin og auðlindaákvæðið. Ég sé ekki betur. Ég bíð eftir því að Framsóknarflokkurinn gangi í lið með okkur hinum í því efni að klára það mál og koma hér reistu höfði til þjóðarinnar fyrir kosningar.

Um Bakka er það að segja að ég er reiðubúinn að tala um Bakka og tala mikið um Bakka. Ég vil líka segja að mér þætti einkennileg forgangsröðun að afgreiða frumvörpin um Bakka með einhverjum hætti án þess að klára viðamikið og merkilegt frumvarp um náttúruvernd og ég gæti ekki sætt mig við að það yrði gert.