141. löggjafarþing — 109. fundur,  22. mars 2013.

umræða um dagskrármál og störf þingsins.

[11:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil lýsa yfir ánægju minni með fundarstjórn forseta og hvernig hæstv. forseti hefur tekið á málum, raðað upp dagskrá og eins boðað fundi með þingflokksformönnum til að ræða frekari þingstörf og hugsanlega sættir í málum. Ég er afskaplega ánægð með þá ætlan frú forseta.

Ég vil líka minna á orð hæstv. forseta áðan. Hún minnti á málfrelsi hv. þingmanna í þessari pontu og ég skora á þingmenn að hlusta aftur á fyrirspurn hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann spurði út í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og beindi auðvitað spurningum sínum til varaformanns þess flokks.