141. löggjafarþing — 110. fundur,  25. mars 2013.

tilkynning um dagskrártillögu.

[14:54]
Horfa

Forseti (Sigurður Ingi Jóhannsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi bréf:

„25. mars 2013.

Við undirritaðir gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að fremst á dagskrá næsta þingfundar verði 632. mál, kísilver í landi Bakka, (Gripið fram í.) og 633. mál, uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka, auk annarra mála sem eru á dagskrá þessa fundar. Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu fyrir lok þessa þingfundar.“

Undir þetta rita hv. þingmenn Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson.

Nú verður gert hlé á þessum fundi í rúma klukkustund, til kl. 16.