141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[16:19]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Sem framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd fagna ég því að við erum núna að ganga til atkvæða um afgreiðslu á nýrri heildarlöggjöf um dýravelferð. Fögnuður minn er þó háður því að niðurstaðan verði í samræmi við tillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, breytingartillögur á frumvarpinu. Ein breytingartillaga liggur fyrir frá fulltrúum stjórnarandstöðunnar eða minni hlutans í atvinnuveganefnd sem lýtur að geldingu ódeyfðra grísa. Ég tel mjög mikilvægt að þingið felli þá breytingartillögu, (BirgJ: Heyr, heyr.) (MT: Heyr, heyr.) en að því gefnu að það gangi eftir þá fagna ég því að við séum að fara að afgreiða þetta mál í góðri sátt milli flestra aðila sem haft hafa uppi ólík sjónarmið í málinu.