141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[16:20]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Tillagan felur það í sér að hverfa til baka til þess fyrirkomulags sem frumvarpið, sem lagt var fram af hæstv. atvinnuvegaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, gerði ráð fyrir. Komið hafa fram í meðferð nefndarinnar efasemdir um að sú niðurstaða sem varð eftir 2. umr. geti leitt til aukinnar dýravelferðar, það gæti leitt til hins gagnstæða. Bent hefur verið á að á málinu sé praktískur annmarki vegna skorts á dýralæknum. Það gæti valdið erfiðleikum, einkum á minni búum, og gæti leitt til þess að það yrði meira inngrip í dýrin, ef svo má segja, en þyrfti að vera.

Við vekjum líka athygli á því að það fyrirkomulag sem við tölum hér um, og var það sem hæstv. ráðherra lagði til, er það sama sem er til að mynda í Danmörku. Við leggjum til að þegar um er að ræða geldingar grísa yngri en viku gamalla skuli beita verkjastillandi lyfjagjöf.