141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

almenn hegningarlög.

478. mál
[16:38]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er svo sannarlega rétt, sem hér hefur verið sagt, að þetta er mikilvægt mál, það er mikilvæg réttarbót að þetta frumvarp verði að lögum. Það má auðvitað spyrja sig að því hvernig í ósköpunum þetta réttarástand gat staðið svona eins og raun ber vitni, það er alveg furðulegt. En í það minnsta er búið að ráðast í þetta mál; og ég tek undir það, sem hv. þm. Skúli Helgason sagði áðan: Þetta er ágætt dæmi um það hvernig Alþingi getur brugðist við og getur leiðrétt jafnfurðulegt óréttlæti. Það er skrýtið að þessi staða skuli hafa viðgengist í samfélagi okkar og ekki hafi verið brugðist við fyrr. En það er gott að búið er að gera það, það var alveg nauðsynlegt.