141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

fjármálafyrirtæki.

501. mál
[21:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.

Nefndin leggur fram breytingartillögur á þskj. 1161 og eru þær þó nokkrar sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til.

Undir nefndarálit meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar rita auk mín hv. þingmenn Helgi Hjörvar formaður, Árni Þór Sigurðsson, Skúli Helgason, Eygló Harðardóttir og Lilja Mósesdóttir.