141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

verðbréfaviðskipti.

504. mál
[21:31]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti með breytingartillögu, mál 504, frá efnahags- og viðskiptanefnd. Það er um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/207. Innan þess eru lýsingar, hæfir fjárfestar, undanþágur frá gerð lýsinga og meðferð innherjaupplýsinga.

Í nefndarálitinu er gerð grein fyrir þeim breytingartillögum sem meiri hluti hv. efnahags- og viðskiptanefndar leggur til.

Undir nefndarálitið rita sú sem hér stendur, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Helgi Hjörvar, og hv. þm. Magnús Orri Schram, Álfheiður Ingadóttir, Oddný G. Harðardóttir og Eygló Harðardóttir.