141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

fjármálafyrirtæki.

501. mál
[22:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjármálafyrirtæki. Þetta eru að mestu leyti tæknileg atriði. Fyrsta atriðið fjallar um að í nefndinni kom fram að orðanotkun væri ekki útrædd og þar af leiðandi eru skilgreiningar á ýmsum orðum teknar í burtu í tillögum meiri hlutans. Ég er sammála því. Síðan er ákvæði um störf lögmanna í stjórnum fyrirtækja. Í stuttu máli greiði ég atkvæði með öllum þessum tillögum frá hv. meiri hluta nefndarinnar, en hef samt athugasemdir við það að hugljómun manna um að hægt sé að finna raunverulega eigendur og upplýsingar um eigendur sé enn of vanþróuð.