141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[23:20]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er mál sem er ekki hægt að vera á móti. Ég vil hins vegar benda á að það leysir ekki skuldavanda heimilanna að gera alla að bótaþegum. Það þarf að fara hér í róttækar aðgerðir sem ráðast á rót vandans og hætta þessum smáskammtalækningum endalaust. Við erum alltaf að setja plástra á opin beinbrot. Hættum því og gerum eitthvað almennilegt einu sinni.