141. löggjafarþing — 111. fundur,  27. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[01:11]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að halda mjög langa ræðu um málið. Ég vil segja að náttúruverndarmálið, eins og við köllum það, er hluti af samkomulagi varðandi að ljúka þingstörfum. Að mati margra okkar er margt í því máli sem þyrfti að endurskoða og lagfæra meira, en fyrir liggur að við ætlum að semja um ákveðna hluti áður en þingið er úti og í trausti þess mun ég ekki halda lengri ræðu. Á morgun tökum við málið væntanlega fyrir aftur og ljúkum því þá.