141. löggjafarþing — 111. fundur,  27. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[01:39]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Illugi Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bendi hv. þingmanni á að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram dagskrártillögu til að reyna að ýta málinu fram þannig að það kæmi sem fyrst til umræðu og að ágætur tími gæfist til að fara í gegnum málið. Vissulega er það rétt, eins og hv. þingmaður bendir á, að í umsögnum koma fram athugasemdir, m.a. frá Alþýðusambandi Íslands, þar sem gerðar eru athugasemdir við málið. En þó vil ég segja að afstaða Sjálfstæðisflokksins, þingmanna hans, mun koma fram í atkvæðagreiðslu um málið að loknum umræðum.