141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

dagskrá næsta fundar.

[11:33]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Við leggjum til þessa dagskrárbreytingartillögu vegna þess að á þessu þingi, af þeim sem voru kjörnir á þing árið 2009, lofuðu fjórir af fimm flokkum stjórnarskrárbreytingum. Ég tel að okkur beri siðferðileg skylda til að klára þetta mál með sóma og það er einmitt það sem við erum ekki að gera. Hér er verið að leggja til tillögu, þá á ég við þennan 40% þröskuld, sem felur í sér að það er verra að fara þá leið en að gera ekki neitt. Þetta jafnast á við það að henda tillögunni allri út um gluggann, loka honum og læsa og henda lyklunum.