141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:20]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Eins og ég tók fram í ræðu minni undir umræðum um þetta frumvarp finnst mér það ráða öllu um framhald þessa frumvarps á næsta þingi þegar það verður þar að nýju tekið upp á hvaða grundvelli menn ætla að ræða áframhaldandi breytingar á stjórnarskránni. Það hlýtur að veikja mjög allan þann málstað sem er að baki þessu máli núna að það er langt í frá að 2/3 þingsins séu sammála tillögunni. Hún gengur þó einmitt út á það að stjórnarskrárbreytingar megi gera þegar 2/3 þingsins eru því hlynntir. Það er þá veganestið sem tillagan fær inn í nýtt þing.