141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[21:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við ræðum um framkvæmdir, ekki get ég verið á móti því. Við ræðum um skattalækkanir, ekki get ég verið á móti því. Við ræðum um eitthvað að gerast, ekki get ég verið á móti því.

Svo ræðir hugsanlega einhver um umhverfisáhrif. Maður veit að fyrirtæki landsins eru að sligast undan sköttum. Fyrirtæki og heimili landsins eru að sligast undan sköttum þessarar hæstv. ríkisstjórnar og sú mismunun sem kemur fram hér er ótrúleg. Það eru undanþágur fyrir viss fyrirtæki í vissu kjördæmi og þess vegna get ég ekki greitt atkvæði með frumvarpinu. Ég get hvorki verið með því né á móti og mun sitja hjá. Ég minni á í hvaða kjördæmi þetta er og hver er ráðherra úr því kjördæmi. (Gripið fram í.) Ég minni á Vaðlaheiðargöngin og ég minni á að eftir mánuð göngum við til kosninga.