141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[21:58]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum greiða atkvæði um atvinnuuppbyggingarverkefni sem er í fullu samræmi við rammaáætlun. Það hefur verið lengi í vinnslu og er unnið í góðri sátt allra aðila. Það er til þess fallið styrkja byggðarlag þar sem fólksfækkun hefur verið umtalsverð um nokkurt árabil. Það styrkir þá innviði sem fyrir eru í samfélaginu og fámennið fer illa með. Það væri gott ef ívilnanirnar hefðu getað verið innan þeirrar rammalöggjafar sem er í gildi en efnahagsástandið í heiminum og frumkvöðulshlutverk þessa verkefnis á nýju svæði kallar á heldur meiri ívilnanir en ramminn segir til um.

Ég gleðst yfir því að fá að taka þátt í að afgreiða þennan fyrsta langþráða áfanga atvinnuuppbyggingar á Bakka.